Nornaveiðar vantrúarmanna

Það var athyglisvert að verða vitni að umræðu vantrúarmannsins og talsmanns Sri Chimnoy í Kastljósi í kvöld, 25. september.  Greinilegt er að vantrúarfólk á mjög erfitt með að greina á milli andlegrar iðkunar fólks í einkalífi sínu og opinbers starfs þess og málflutnings.  Vandfundinn verður kandidat fyrir friðarverðlaun Nóbels sem ekki á sér einhverja trú.

Væntanlega er óskaland vantrúarfólks samfélag þar sem allir eiga að aðhyllast eina trú, vantrú, og þeir sem eru grunaðir um annað verða ofsóttir miskunnarlaust eins og sumt vantrúarfólk hefur sýnt og sannað að það á svo auðvelt með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband