Færsluflokkur: Bloggar
21.7.2008 | 16:24
Lyfjaokur á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 14:27
Hvers vegna?
![]() |
Einkennilegt að heimila afnám nálgunarbanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 08:48
Hugsanleg skýring
![]() |
Eigandinn saklaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 21:19
Gómurinn virkaði vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 23:11
Er búið að útvega losunarkvóta fyrir nýtt álver á Húsavík?
![]() |
Boranir ganga vel í Þingeyjarsýslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 20:41
Svo skal böl bæta, að bíði annað verra...
Hver er bættari þó að ógæfumaður sé tekinn af lífi í nafni samfélagsins? Við höfum ekki rétt til að taka líf, hvorki sem einstaklingar né samfélag. Þetta vita flest menningarsamfélög heimsins. Dauðarefsingar eru siðlausar og eiga engan rétt á sér, hvernig sem á það er litið. Þær eru verri en glæpir brotamannsins, því þær eru skipulagðar og gerðar í nafni einhvers hóps fólks, sem er þá gert ábyrgt fyrir aftökunni.
Undanfarið hafa Bandaríkjamenn verið að taka af lífi afbrotamenn sem hafa setið í fangelsi áratugum saman. Sá tími sem líður er yfirleitt vel notaður til endalausra áfrýjana og beiðna um fresti af her lögfræðinga sem hafa af þessu atvinnu sína. Sjálfur lifir sakamaðurinn milli vonar og ótta meðan á þessu stendur. Betra er að bjóða verstu afbrotamönnunum fæði og húsnæði til æviloka á kostnað almennings. Innan veggja fangelsisins geta þeir notað tímann til að íhuga líf sitt og innri mann og búið sig undir það sem bíður okkar allra.
![]() |
Aðferðir við dauðarefsingar skoðaðar af Hæstarétti Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 20:25
Nornaveiðar vantrúarmanna
Það var athyglisvert að verða vitni að umræðu vantrúarmannsins og talsmanns Sri Chimnoy í Kastljósi í kvöld, 25. september. Greinilegt er að vantrúarfólk á mjög erfitt með að greina á milli andlegrar iðkunar fólks í einkalífi sínu og opinbers starfs þess og málflutnings. Vandfundinn verður kandidat fyrir friðarverðlaun Nóbels sem ekki á sér einhverja trú.
Væntanlega er óskaland vantrúarfólks samfélag þar sem allir eiga að aðhyllast eina trú, vantrú, og þeir sem eru grunaðir um annað verða ofsóttir miskunnarlaust eins og sumt vantrúarfólk hefur sýnt og sannað að það á svo auðvelt með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 16:57
Allar bjargir bannaðar?
Íbúar Vesturbyggðar hafa fagnað hugmyndum um olíuhreinsunarstöð í sveitarfélaginu. Sama verður ekki sagt um stjórnvöld landsins eða náttúruverndarsamtök. "Enginn losunarkvóti er til á gróðurhúsalofttegundum" er viðkvæðið. Nú var Skipulagsstofnun að leyfa byggingu kísiljárnverksmiðju í Helguvík. Fylgir henni þá engin losun á koltvísýringi eða öðrum gróðurhúsalofttegundum? Einnig má spyrja hvert hafi farið losunarkvóti allra togaranna og fiskiskipanna, sem gerð voru út frá Vestfjörðum og eru horfin á braut? Er hann innbyggður í fiskveiðikvótann, sem fór með skipunum? Er þá fiskveiðikvótinn ekki orðinn enn dýrmætari en áður?
Auðvitað er öll þessi umræða til marks um það hörmulega ástand, sem ríkir hér fyrir vestan, að olíuhreinsunarstöð skuli vera einn besti kosturinn í byggðamálum landshlutans. Hins vegar hljóta Vestfirðingar að hafa einhvern rétt í þessu samhengi, ekki síður en Suðurnesjamenn, til dæmis, sem eru fá kísiljárnverksmiðju þegjandi og hljóðalaust að því er virðist.
Olíuhreinsunarstöð í einum hinna fögru Ketildala er ekki heillandi hugmynd. En kannske ill nauðsyn í landshluta sem hefur verið að blæða út í mörg undanfarin ár. Hún mun verða til þess að bæta vegasamband við Reykjavíkursvæðið og ekki síður við frændfólk og vini á norðanverðum Vestfjörðum og flýta fyrir sameiningu sveitarfélaganna.
Óska ég íbúum Vesturbyggðar og Vestfirðingum öllum alls hins besta í þessari mikilvægu baráttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 17:44
Dapurlegar fréttir frá Grænlandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 21:10
Hressilegt kirkjukaffi á Eyri við Seyðisfjörð
Í dag var árleg síðsumarmessa í Eyrarkirkju í Seyðisfirði. Messað hefur verið síðsumars í Eyrarkirkju á hverju ári síðan kirkjan var gerð upp fyrir rúmum áratug. Sigríður Ragnarsdóttir spilaði á orgelið og henni til aðstoðar var eiginmaður hennar, Jónas Tómasson tónskáld og flautuleikari. Að messu lokinni fluttir Barði Ingibjartsson sóknarnefndarformaður fyrir Súðavíkur- og Eyrarkirkjur stutta tölu um sögu kirkjunnar. Gengið var til altaris og notaður forn kaleikur og patína í eigu kirkjunnar, gripir sem munu ekki hafa verið notaðir lengi. Fjölmenni var við messu, nánast full kirkja og var uppistaðan í kirkjugestum fólk sem á ættir að rekja í Seyðisfjörðinn, aðallega til Uppsala, Kleifa og Eyri. Að messu lokinni var gengið í bæ á Eyri þar sem kirkjugestir gæddu sér á kaffi og meðlæti. Ekki var langt liðið á kaffidrykkju þegar Benedikt Sigurðsson, tónlistarmaður í Bolungarvík, hóf að spila fjörug lög á harmónikkuna. Er ekki að fjölyrða að kirkjukaffið leystist upp í hljóðfæraleik, söng og dans sem dunaði fram eftir degi. Hefð er fyrir því á Eyri, að dansað sé á hlaðvarpanum þegar fólk úr sveitinn kom þar saman. Eru Seyðfirðingar glaðvært fólk og fjörugt og var gaman að hlusta á þá sem eldri voru segja skemmtilegar sögur úr sveitinni þegar fjölmenni var á hverjum bæ. Góð hefð að koma árlega saman við messu í Eyrarkirkju í Seyðisfirði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)