24.12.2008 | 11:31
GÓÐ KIRKJUSÓKN Í DANMÖRKU UM JÓLIN
Þetta finnst mér skrýtin fyrirsögn á frétt um kirkjusókn Dana: Danir sniðganga kirkjuna", þegar í meginmáli fréttar kemur fram að heil 33% Dana muni fara í kirkju yfir jólin. Þetta er mjög góð kirkjusókn þegar um er að ræða heila þjóð. Margir lesa mbl.is og því varðar miklu að staðreyndir séu rétt túlkaðar og bornar fram með sanngjörnum hætti. Því miður virðist ekki um það að ræða í þessu tilviki.
Danir sniðganga kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jájá, en við skulum nú ekki stinga höfðinu í sandinn. Mbl er að vísa í erlenda frétt:
"Fram kemur á vef Berlingske Tidende að aldrei hafi jafn fáir sýnt kirkjunni áhuga yfir jólin."
um það snýst fréttin.
Hins vegar má svo sem gagnrýna að fréttaflutningur er oft fremur neikvæður. Þessa frétt túlka þó sumir jákvætt, en hvað um það.
Gleðileg jól!
GG
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 11:56
Valdimar. Trúir þú þessu sjálfur að Jesu sé eitthvað sérstakur og að nú sé árið 2009?
Ég trúi ekki orði af þessu og tel að allur heimurinn hafi verið hafður að fífli.
Jónas Jónasson, 24.12.2008 kl. 13:49
Þessi frétt kemur mér líka á óvart, og ekki síst hvernig mogginn túlkar hana. Ég man ekki betur en að TV2 hérna í Odense hafi nýlega verið með frétt þess eðlis (og viðtal við prest) þar sem fjallað var um það mikla álag sem væri á prestum hérna í Danmörku yfir jólin, og að vegna þess væru þeir farnir að skipta á milli sín guðþjónustunum yfir hátíðarnar. Þeir eru ekki aðeins við störf í kirkjum landsins, heldur fara þeir einnig t.d. og heimsækja eldriborgara sem ekki komast til kirkju.
Gleðileg jól.
Johann (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.