Ný mannanafnalög!

Mannanafnanefnd er að vinna verk sem er í raun óframkvæmanlegt eins og fjölmargir úrskurðir hennar sýna og sanna. 

Setja þarf ný lög um mannanöfn sem segi svo að meginmáli:  "Eigi skal nefna mann ónefni".  Að öðru leyti ætti fólk að vera frjálst  hvaða nöfn það gefur börnum sínum. Þetta finnst mér aðalatriðið, að einstaklingur þurfi ekki að burðast með ónefni gegnum lífið.  Núverandi skipan hefur ekki getað girt fyrir þann möguleika og leyfir þar að auki að fullgildum og góðum nöfnum sé hafnað. 

Einna alvarlegasti ágallinn er þó að nefndin hefur ekki getað gætt jafnræðis í verkum sínum sem eitt og sér er áfellisdómur um lögin og framkvæmd þeirra.   Lágmarkskrafa hlýtur að vera að mannréttinda sé gætt þegar opinbert stjórnvald er annars vegar.   Til dæmis getur tímabundið lögheimili íslenskra foreldra á einhverju Norðurlandanna gefið fólki nánast ótakmarkað frelsi til nafngifta hér á landi.  Þarna er staðið á veikum grunni og afar vafasamt að jafnræðis sé gætt.  Þessu ásamt öðru verður að breyta.


mbl.is Úranía og Evey samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband