Sami gamli hatursáróðurinn?

Málflutningur sr. Hjartar Magna minnir óþægilega á illa staddan einræðisherra í landi þar sem hver höndin er upp á móti annarri og nauðsyn er að fá sundurlaust liðið til að sameinast gegn sameiginlegum óvin.  Þegar hann kemst í útvarpið syngur hann sama sönginn um hvað þjóðkirkjan sé slæm og hvað Fríkirkjan sé góð - og hann líka.  Hefur Hjörtur Magni engan jákvæðan og uppbyggjandi boðskap að færa þjóð í vanda í aðdraganda aðventu?  Bara sama gamla hatursáróðurinn?  - Samúðarkveðjur til annars góðs drengs, Hjartar Magna.

mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hatursáróður?  Mér heyrist vera mikil tannagnístran hjá þér, en ansi málefnalega útlistingu Sr. Hjartar, þar sem hann talar um jafnræði og stjórnarskrárbrot?  Það væru kannski gleðifréttir að hnýpin þjóð fengi þessa rúmu 6 milljarða, sem fara í þessa hít.  Ekki finnst mér þú beint prestlegur í þessum fáu orðum. Ég fæ ekki séð að Hjörtur sé að hatast við eitt né neitt.  Kannski hefur þú kvíða fyrir atvinnuöryggi þínu eins og svo margir á þessum tímum.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hatursáróður?  Mér heyrist vera mikil tannagnístran hjá þér, en ansi málefnalega útlistingu Sr. Hjartar, þar sem hann talar um jafnræði og stjórnarskrárbrot?  Það væru kannski gleðifréttir að hnýpin þjóð fengi þessa rúmu 6 milljarða, sem fara í þessa hít.  Ekki finnst mér þú beint prestlegur í þessum fáu orðum. Ég fæ ekki séð að Hjörtur sé að hatast við eitt né neitt.  Kannski hefur þú kvíða fyrir atvinnuöryggi þínu eins og svo margir á þessum tímum. Voruð þið að fá skipun um 10% flatan niðurskurð eins og heilbrigðisstofnanir?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hatursáróður?

Eins og kristnir hafa haft uppi gegn öðrum kirkjudeildum, fólki annarar trúar, fólki sem er er ekki Guði (kirkjunni eða hugmyndum hvers kristins einstaklings um Guð) þóknanlegar...?

Tja...

Valdimar minn, ertu viss um að þú viljir ekki endurnefna blogg þitt 'Steinar frá Glerhúsum'?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.11.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband