16.7.2009 | 09:10
Reykingar hafa ekki áhrif á varanleika sambanda!
Í þessari frétt er ekkert sem réttlætir fyrirsögnina. Það að fleiri hjón slíti samvistum í hópi þeirra sem reykja heldur en í hópi þeirra sem reykja ekki þýðir ekki að miklar reykingar séu breyta sem valdi aukinni tíðni hjónaskilnaða. Reyndar er miklu líklegra að há tíðni reykinga sé tengd öðrum þáttum og að bæði miklar reykingar og há tíðni hjónaskilnaða séu afleiðingar annarra þátta í aðstæðum viðkomandi þjóðfélagshópa. Fyrirsögnin er því ekki í samræmi við efni fréttarinnar.
Reykingar hafa áhrif á varanleika sambanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.