15.7.2009 | 06:02
Á að efla hagvöxt með skattpíningu landsmanna?
Í þessari frétt er annars vegar talað um að auka hagvöxt til að þjóðarbúið geti mætt skuldbindingum sínum vegna Icesave málsins. Í sömu andrá er rætt um hversu mikið þarf að hækka skatta á landsmenn til að mæta umræddum skuldbindingum! Fer þetta tvennt vel saman? Hvernig væri að rannsaka hversu mikið tekjur ríkisins aukast við að taka upp 15% þjóðfélag, þar sem tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur og virðisaukaskattur er flöt 15%. Þetta hefur verið gert annars staðar og skilað ríkissjóðum annarra landa gífurlegum tekjum. Mætti ekki skoða einhverjar nýjar leiðir í stað þessara gömlu og þreyttu, að líta aðeins til aukinnar skattheimtu?
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skattpíning færir hagkerfið niður í frostmark
Sigurður Þórðarson, 15.7.2009 kl. 08:06
Samyrkjubú eins og í gamla sovét og matarmiðar eru framtíðin.
Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.