Gómurinn virkaði vel!

Einu sinni sem oftar er sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur emeritus í Vatnsfirði, var að kenna börnum í barnaskólanum á Reykjanesi, fannst honum að börnin tækju ekki nógu vel eftir, væru eitthvað óvær og masgjörn.
 
Kalt var úti og gluggar hrímaðir er þetta gerðist.  Gekk sr. Baldur þá að einum glugganum og rýndi út.  Allt án árangurs, því frostrósir og hrím byrgðu honum sýn.  Tautaði hann eitthvað fyrir munni sér, eins og hans er siður og þeir þekkja er hafa umgengist sr. Baldur.
 
Loks tók hann það til bragðs, að hann tók út úr sér gervitennurnar og skóf hrímið af glugganum á bletti til að geta séð út um gluggann.  Gekk það eftir og gat prófasturinn gáð til veðurs og mannaferða.  Horfðu börnin stóreyg og undrandi á allt atferli fræðara síns. 
 
Eftir þetta dugði séra Baldri að ganga að glugganum og kíkja út ef honum fannst börnin eitthvað annars hugar.  Datt þá á dauðaþögn og börnin urðu móttækilegri en ella fyrir því sem fyrir þau var lagt.
 
Þetta trix virkaði bara þegar frostrósir voru á gluggum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Baldur er engum líkur ég held að allir sem eitthvað hafa af honum að segja eru reynslunni ríkari :)

en allavega endilega farðu nú að koma með ferðasögu, herna er sama gamla góða haustveðrið þvílík gleði og hamingja :)

ég sendi þér mail eftir helgi til að segja þér einkannirnar mínar úr hlutaprófunum sem eru að streyma inn og byrjunin lofar góðu :)

saknaðarkveðjur

Matta og co

matta og co (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband